Um okkur

Vöggugjafir

Vöggugjafir ehf var stofnað sumarið 2020 af Indíönu Unnarsdóttur.

Indíana er móðir þriggja barna og var dagforeldri til margra ára, og þar af leiðandi byggt upp þekkingu og reynslu á hvað hentar þegar kemur að fatnaði og fylgihlutum barna. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðar vörur sem við vitum að séu þægilegar fyrir allra minnstu krílin. Við leggjum mikla vinnu í að vanda valið á vörunum okkar og erum í góðu samstarfi við framleiðendur og heildsala. Vörurnar okkar eru ýmist sérhannaðar eða koma frá framleiðendum og heildsölum og hluti þeirra ekki vörumerkjaverndaðar en einnig bjóðum við upp á vörur frá IndaDesign sem er íslensk hönnun, Små Rollinger, Carter’s, Kids Tales, Pureen, Beyeten, Mimi kids, Love baby og BabyBear by Vöggugjafir,  Vefverslunin er byggð í kring um hugmynd frá IndaDesign.

96362698_3918473274893325_1254126722400387072_n
IndaDesign

IndaDesign var stofnað 2009 af Indíönu Unnarsdóttir og rak hún Gallerí Minni Borg um tíma þar sem hún seldi vörur sínar. Barnalínan í IndaDesign kom 2014. Hugmyndin á bak við hönnunina hefur alltaf verið að hver flík eða hlutur sem hannaður er sé þægilegur, sniðugur og nytsamlegur. Efniviðurinn sem notaður hefur verið í vörurnar hefur að mestu leyti verið Íslensk ull og flís en það hefur breyst eftir að barnalínan varð til.
IndaDesign er vönduð vara þar sem notagildi og þægindi hefur verið haft að leiðarljósi.

Við elskum það sem við gerum