Vefslóðin okkar er : https://www.voggugjafir.is.
Þessi skilmáli gildir um kaup á vöru og þjónustu frá vefversluninni Vöggugjafir ehf á vefsvæðinu www.voggugjafir.is. Eigandi vefverslunarinnar er Indíana Unnarsdóttir kt. 070572-3979, Ásvellir 14, 301 Akranesi.
Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum á vöru og þjónustu, er grunnurinn að viðskiptunum.
Skilmálinn og aðrar upplýsingar á Vöggugjafir.is eru einungis fáanlegar á íslensku.
Um kaup á vörum frá vefversluninni gilda íslensk lög og ber þá sérstaklega að nefna ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, lögum um rafræn viðskipti nr. 30/2002, lög um húsgögnu og fjarsölusamninga nr. 46/2000, lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Einnig gilda um starfsemina reglur um verðupplýsingar í auglýsingum nr 21/1995 sem og viðskiptaskilmálar Borgunar.
Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Ef pöntun berst til seljanda fyrir klukkan 12:00 á virkum dögum mun seljandi afgreiða vöruna til flutningsaðila samdægurs . Með staðfestingu kaupanda á kaupum á vöru er kominn á bindandi samningur sem kaupanda og seljanda ber að efna.
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Kaupandi skal ganga úr skugga um að pöntun hans sé í samræmi við ætluð kaup. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta af pöntun kaupanda ef viðkomandi vara er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
Verð í vefverslun Vöggugjafa ehf. er í íslenskum krónum (ISK) með virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Verð eru stöðugt að breytast hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð skal gilda sem varan var verðlögð á við staðfestingu pöntunar kaupanda. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar skal tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. vegna sendingar o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti eða debetkorti. Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greitt er fyrir vöru með kredit eða debetkorti fer greiðslan í gengum greiðslusíðu Borgunar sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.
Afhending vöru eru 3-5 virkir dagar frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands og er flutningsaðili Íslandspóstur. Einnig er hægt að sækja vörur í verslun. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur í staðinn ef varan er uppseld. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á hans ábyrgð. Skemmdir á vöru eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.
Ef að varan reynist gölluð er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Hvað varðar tímamark galla og réttindi kaupanda að öðru leyti vísast í lög um neytendakaup nr. 48/2003. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 14 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins.
Allar persónulegar upplýsingar um kaupanda sem hann þarf að láta í té vegna kaupa á vöru og þjónustu af Vöggugjöfum ehf. á vefsvæðinu Vöggugjafir.is, verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma.
Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk Vöggugjafir.is sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar sem eingöngu eru ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.
Varðandi ábyrgð á galla þá vísast til fyrri umfjöllunar í þessum skilmálum að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003
Rísi ágreiningur mili aðila um viðskiptaskilmála þessa vegna brota á þeim, má bera þann ágreining undir kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef til dómsmáls kemur skal reka það á varnarþingi seljanda sem er Héraðsdómur Vesturlands.