Vönduð og flott skiptitaska sem hægt er að breyta í bakpoka með þremur handtökum.
Böndin sem eru vatteruð fyrir axlirnar eru geymdi í lokuðu hólfi aftan á töskunni, á böndunum eru lykkjur sem krækjast í hliðarnar og þá er bakpokinn tilbúinn ( fullkomið þegar við þurfum að halda á mörgum hlutum í einu).
Taskan er rúmgóð með mörgum hólfum, t.d. er hólf á annarri hliðinni sérstaklega hannað fyrir blautþurrkur.
Á hinni hliðinni er hólf sem hægt er að nota fyrir allskonar hluti t.d. óhrein föt eða skó og þá þarf það ekki að liggja með öllu hinu dótinu.
Lítil snuddutaska fylgir líka sem er afskaplega hentugt.
Töskuna er hægt að festa á ferðatösku.
Þessi taska nýtist vel áfram eftir að barnið er hætt að þurfa aukahluti meðferðis.